Færsluflokkur: Bloggar

Hálft tonn á mann

Þetta er ekkert lítið magn af hassi. Svo er íslenska löggan að springa úr stolti ef hún nær örfáum grömmum. Spurning um að fara að hugsa aðeins stærra?
mbl.is Tvö tonn af hassi gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margur telur sig mig

Við lifum á hátækniöld, þar sem allt sem hugurinn girnist er í seilingarfjarlægð. Internetið má nýta sér á margvíslegan hátt, allt frá innkaupum og til afþreyingar. Á internetinu má allt, og leitir þú að einhverju sérstöku eru yfirgnæfandi líkur á því að það finnist. Áður en ég missi mig í að tala um hvað netið er stórt og mikið ætla ég bara að vinda mér í merg málsins.

Persónuþjófnaður er til í mörgum myndum, allt frá því að lífi manneskjunnar er stolið í heild sinni, með öllum bankareikningum og því sem þeim fylgir, og niður í að villa á sér heimildir. Nú hef ég notað internetið í fjöldamörg ár, bæði til samskipta og sem vettvang skoðanaskipta. Í gegn um tíðina hef ég oft heyrt útundan mér að það sé fólk á þessu blessaða landi sem segir sig mig þegar það á í samræðum við annað fólk. Svo óheppilega vildi bara til að sumir þeirra þekktu mig persónulega og vissu betur, þótt það hafi komið fyrir að ég hafi talað við sjálfan mig. Nú veit ég að ég er óumdeilanlega sláandi myndarlegur maður en hvað ætli fái fólk til þess að þykjast vera einhver annar?

Er lífið mitt svo fullkomið að aðrir vilja að sumir haldi að þeir séu ég, svo þeir séu öfundaðir? Eða eru hér á ferð óprúttnir nágungar sem vilja mér mein?

Mér stæði kannski fullkomlega á sama ef þetta hefði gerst einu sinni eða tvisvar, en í gegnum öll þessi ár sem ég hef nýtt mér kosti internetsins þá hefur þetta komið reglulega upp. Varla er ég einn um að hafa verið svo heppinn að hafa náð tali af sjálfum mér í gegn um tölvu? Er einhverjum treystandi? 


Frábært framtak!

Þetta þykir mér stórkostleg frétt. Það gleður mitt litla hjarta svona á mánudegi að vita til þess að enn er til þjóðfélag þar sem glyðruháttur og plebbaskapur er ólöglegur. Hlakka ég mikið til þegar foræðishyggja íslenskra stjórnvalda fer að teygja anga sína yfir í þennan hluta þjóðfélagsins og staðlaður klæðaburður og ríkisklippingar verður það eina sem gildir.

Mikið verður líf okkar einfaldara þegar þessi stefna verður tekin upp. 


mbl.is Lögregla í Íran herðir aðgerðir gegn tískuklæðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir fyrir stærðfræðinga

Athugasemdakerfi mbl.is - Aðeins fyrir stærðfræðingaNú er svo komið að eingöngu stærðfræðingar geta kommenttað á bloggin hjá blog.is notendum, nema þeir séu innskráðir notendur. Þessu fagna ég og ættu þá kommentin að verða gáfulegri fyrir vikið.

Styðjum jákvæða mismunun og tökum þetta upp á fleiri stöðum!


Kjánaprik

Ég horfði á þetta gerast hérna í hádeginu. Ég sá vörubílinn bakka þarna eitthvað niður, en veitti því enga sérstaka athygli þar sem vörubílstjórarnir sem vinna hér á svæðinu eru ekki vinsælir hjá mér þessa dagana. Mér datt ekki í hug að þarna hafi slys átt sér stað, ég vissi ekki betur en að hann hafi verið að bakka niður einhverja brekku eða eitthvað...

Annars mættu þessir vörubílstjórar fara að passa sig, ég er orðinn mjög leiður á því að þurfa að þrífa bílinn minn tvisvar á dag... 


mbl.is Stökk út úr bílnum er hann rann í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheppinn almenningur

Bróðir minn lenti í því óláni að fjárfesta sér í íbúð í miðbæ Reykjavíkur beint fyrir framan hóp mótmælenda í trúðabúningum. Þegar hann var á leið til síns heima sl. laugardag, líkt og gerist oftar en ekki, veittust að honum tveir sérsveitarmenn, tóku hann hálstaki og grýttu honum utan í nærliggjandi bíl. Með erfiðismunum tókst honum að hósta upp úr sér að hann byggi þarna og væri bara á leiðinni heim, var honum þá hrint í burtu og sagt að drulla sér í burtu.

Sérsveitarlögreglumenn eru ekki merktir með lögerglunúmerum og getur því reynst erfitt að leggja fram kærur í svona málum. Tók hann því á það ráð að fá nærstaddan einstakling til þess að smella af mönnunum tveimur ljósmynd, svo það væri í það minnsta hægt að leggja fram kvörtun ef ekki ákæru.

Innan við 3% af þeim ákærum sem lögreglan fær á sig vegna óþarfa ofbeldis eða önnur afglöp í starfi ná eitthvað áfram í íslenska dómkerfinu. 

Er svo lögreglan hissa á því að við saklausu borgararnir treystum henni ekki? 


mbl.is Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól sól

Svona þegar ég sit hér inni á skrifstofu og horfi út um gluggann, fer hugurinn á flug og var mér að detta í hug þessi rosalega lína: Sól, sól skín á mig, ský, ský burt með þig.

Ég er ekki frá því að hægt væri að semja eitthvað gott sumarlag í kring um þetta. Ég held ég snúi mér alfarið að lagaskrifum hér eftir. Sölumaður hvað? 


Tveir kaffi?

Það er eitthvað svo rangt við þessa spurningu sem ég var spurður á kaffihúsi í miðbænum nú um daginn. Tveir kaffi? Í fyrsta lagi, þá er kaffi hvorukyn, það kaffið. Í öðru lagi, ef svo ólíklega vildi til að stelpan hafi verið að meina tvo bolla af kaffi, og þess vegna notað karlkynið sem skískotun í bollann, þá er það samt rangt, því þá hefði hún sagt "Tvo kaffi?" eða, sem betra hefði verið "Tvo kaffibolla?". Það sem er svo rangt við þetta í leiðinni er að kaffi ætti auðvitað að vera í þolfalli, en ekki nefnifalli. Það er kannski erfitt að átta sig á því að kaffi sé í vitlausu falli, en það gefur auga leið að ef "tveir" er í nefnifalli, hlýtur kaffi að vera líka nefnifall. 

En við fyrirgefum henni vankunnáttu sína í málfræði sökum málvenju, en samkvæmt gamla íslenskukennaranum mínum þá var það löggild afsökun. Hann mátti bjóða "Góðan daginn" sökum þess að það hefði skapað sér hefð í tungumálinu, þrátt fyrir að það væri málfræðilega vitlaust. Nú skora ég á alla að bjóða framvegis "góða nóttina"svo hægt sé að skapa fyrir því hefð. Einnig vil ég benda þágufallssýktum einstaklingum og/eða bæjarfélögum á það að auðvitað er í lagi að vera þágufallssjúkur, svo framarlega sem þið eruð að leggja ykkar af mörkum í að skapa málvenjur og hefðir í íslenskri tungu.


Hvernig geturu ýmindað þér?

Sama hvað þú reynir áttu aldrei eftir að geta ýmindað þér. Þetta er bara staðreynd. Og nei, ég er ekki bitur, heldur er þetta bara sannleikurinn. Ekki reyna að krossfesta mig af því þú getur ekki ýmindað þér neitt, ekki drepa sendiboðann, ég er bara að reyna að hjálpa.

Ef þú ert þessi manneskja sem ert alltaf að ýminda þér hluti, þá ert þú væntanlega líka manneskjan sem "ferð ý býó" til þess að horfa á "býómind" eða kaupir þér ýs á sunnudagsrúntynum. Ef þú hefur hins vegar aldrei farið "ý býó" eða aldrei gerst svo fræg/ur að hafa séð "býómind" en heldur því samt fram að þú getir ýmindað þér hvernig það væri, þá áttu samúð mína alla.

Reynum nú að nota ímyndunaraflið.


Sígild samtímatónlist?

Ég sá auglýsingu frá FM957 áðan, þar sem slagorð þeirra var "Sígild samtímatónlist". Voðalega grípandi slagorð, en ég spyr, hvernig getur þú skilgreint mainstream fjöldaframleitt píkupopp sem "sígilda samtímatónlist"?

Eðli málsins er það að þessi tónlist hefur styttri endingartíma en mjólk, verður útrunnin eftir viku þegar nýji vinsældarlistinn er kynntur og verður þar af leiðandi aldrei sígild.

Bara smá pæling... 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband