9.1.2007 | 14:22
Egils á erlendri grundu
Egils fær prik frá mér í dag, þar sem þeir eru að hefja útflutning á Egils Premium. Ég tek þessu fagnandi, enda stoltur íslendingur og hefur mér lengi þótt íslenski bjórinn bera af þeim erlendu. Vona ég að þetta verði til þess að fleiri fyrirtæki hefji útflutning á sínum veigum til fjarlægra landa. Ekkert sem gæti fyllt mann meira stolti en að vera staddur erlendis, en geta pantað sér íslenskt öl á krám ytra.
Að öðru, ég fór á tónleika með sinfóníuhljómsveit íslands sl. fimmtudag. Mér hefur lengi þótt við hæfi að byrja árið á menningarlegu nótunum, þá er maður búinn með það og getur eytt restinni af árinu í eitthvað annað. Tónleikarnir voru tær snilld, þessir nýárstónleikar sinfóníuhljómsveitarinnar eru yfirleitt með léttara sniði en gengur og gerist, og mikið sprell í gangi. Ég geng allavega yfirleitt mjög sáttur út.
Búinn að eyða sl. kvöldum í að horfa á Monty Python, aðallega vegna snilldar auglýsinga Kaupþings með John Cleese í aðalhlutverki.
Nýr matseðill Tony's County er tilbúinn og verður settur inná vefsvæði okkar, tonys.is, á næstu dögum.
![]() |
Egils Premium bjór fluttur til Þýskalands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.