24.8.2007 | 08:03
I told you so
Hvenær ætlar fólk að fara að hlusta á mig? Ég hef alltaf haldið því fram að íþróttir séu stórhættulegar. Hér er bara enn eitt sorglega dæmi þess hversu hættulegar þær eru.
![]() |
Sautján ára sænskur piltur lést í fótboltaleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þannig þetta hefði bara getað gerst í fótboltaleik og hvergi annarstaðar?
Ef hann hefði verið úti að hlaupa þá hefði þetta sennilega ekki komið í fréttunum en afþví hann var ungur og var að spila fótbolta ...
Eru líklegra að drengurinn hafi verið með td. hjartagalla eða eitthvað álíka og hefði ekki mátt reyna of mikið á sig. Ef hann hefði látist eftir að hafa fengið takkaskó í hausinn og blætt út þá gæti ég skilið þessa athugasemd þína, annars er hún bara alveg út í hött.
Skák er íþrótt, eigum við að hætta að spila skák líka áður en einhver deyr?!
Jonni (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:08
ef þetta á að vera kaldhæðni, þá er þetta alls ekki fyndið
ef þetta á ekki að vera kaldhæðni þá er þetta alls ekki fyndið
ég skil ekki hvers vegna mogginn tók upp þessar tengingar við fréttir... óþolandi að sjá komment við fréttir sem eiga ALLS ekki að hafa komment möguleika við sig
dæmi um slíkar fréttir er t.d. fréttin hér að ofan, ásamt fréttum af Lindsay Lohan og Britney Spears...
maður nennir varla lengur að lesa Mbl.is útaf einhverjum kellingum á Patreksfirði sem hafa EKKERT að gera nema skrifa : "Hræðilegt!!!" eða "SORGLEGT" við allar helvítis fréttir
MBL... takið þetta bloggkerfi í burtu... þeta er að drepa vefinn ykkar
Hörður (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 09:30
Mér finnst þetta afar óþroskað að slengja svona fram. Þá finnst mér Hörður nú líka vera að missa sig. Það er enginn sem neyðir mann til að lesa bloggin við fréttirnar. Hugsanlega þjáist hann af algengum sjúkdómi sem kallast forvitni. Ég veit ekki til þess að það séu til nein lyf fyrir honum en einhverja þekki ég sem hafa fengið hjálp frá sálfræðingi.
Steinn Hafliðason, 24.8.2007 kl. 09:42
Ég verð að vera samála bloggara í þetta skipti ekki það að ég haldi að fótbolti sé það hættulegur það er bara ótrúlegt að fullvita fólk sé að eyða tíma í svona vitleysu....ef það er eitthvað heimkulegra en að elta bolta á túni er það að horfa á aðra elta bolta á túni og ætti bæði að vera ólöglegt með öllu
Tryggvi Þórhallsson, 24.8.2007 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.