Morgnar dauðans

Ég á við það vandamál að stríða að ég er mjög erfiður framúr rúminu á morgnana. Mér þykir gott að sofa og henta morgnar mjög vel til þess að stunda þá iðju. Ég hef tekið eftir því undanfarið að undirmeðvitundin ýtir töluvert undir að maður vill ekki fara framúr. Nú þarf ég að vera mættur til vinnu klukkan 8 á morgnana og þarf því að vera kominn á fætur í allra síðasta lagi klukkan hálf átta, en þegar vekjaraklukkan byrjar að hringja 20 mínútur í sjö þá ýti ég á "snús" takkann ómeðvitað. Svo þegar ég byrja að ranka við mér um 7 leitið, þá hefur klukkan hringt stanslaust í 20 mínútur, held ég áfram að fresta brottförinni undan sænginni og ég fæ það á tilfinninguna að ég gæti bjargað mannslífum, ef ekki heiminum öllum ef ég bara svæfi aðeins lengur. Af þessum sökum vakna ég yfirleitt mjög fúll og pirraður, vegna þess að ég neyðist til þess að fara fram úr og leggja af stað í vinnuna en þarf í staðinn mögulega að sleppa því að bjarga þeim sem hjálp þurftu með værum svefni.

Þannig ef að heimurinn ferst, þá er það ekki mér að kenna. Ég myndi glaður bjarga ykkur öllum frá heimsendi en þar sem ég þarf að hafa ofan í mig og á, verð ég að mæta til vinnu á tilsettum tíma. Ef til vill væri snjallt ef heimurinn allur tæki sig til og myndi hrinda af stað fjáröflun svo ég gæti tekið mér frí fyrir hádegi og barist gegn ógnum mannkynsins í fastasvefni. En þangað til myndi ég sofa með annað augað opið... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband