Fólk í útvarpi

<röfl> 

Djöfull er ég orðinn leiður á útvarpi. Hjá hverjum þarf fólk eiginlega að sofa hjá til þess að komast í útvarp? Mér heyrist að hvaða mongólíti sem er sé hleypt í loftið. Ég er orðinn afskaplega þreyttur á að heyra misgáfað fólk froðufella í beinni útsendingu um hluti sem það veit ekki rassgat um. Málfræðivillur koma í löngum bunum ásamt bjöguðum málsháttum og fleiri ófögnuði. Eina útvarpsstöðin sem hægt er að hlusta á með einhverju viti virðist vera Reykjavík FM og þá fá þeir Capone bræður Andri og Búi litli alveg stærsta prikið. Eins erfitt og það hefur reynst fyrir gamlan Tvíhöfðafan að aðlaga sig að Tvíhöfðalausu útvarpi og finna einhvern til að fylla í skarðið sem þeir skildu eftir þegar þeir voru orðnir of gamlir fyrir útvarp þá eru strákarnir í Capone alveg að standa sig allsvakalega í því að fylla það og gott betur.

</röfl>

Quote dagsins er úr Simpson þáttunum gömlu "Who needs a car wash when you can just drive around in the rain?

Prik fyrir þann sem veit úr hvaða þætti þetta er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband