3.8.2007 | 09:33
Ekki safna punktum
Ég hef verið að velta fyrir mér auglýsingum frá tryggingarfélaginu Elísabet. Svolítið skondið að þar er maður með gjallhorn að öskra á fólk að safna ekki punktum í ökuferilsskrána sína því það eru óvildarpunktar. Skemmtileg aðferðin sem hann notar þegar hann keyrir niður Laugaveginn, þar sem hann stendur upp úr topplúgunni í bíl á ferð. Spurning hversu snjallt það er að brjóta umferðarlög í auglýsingu sem á að hvetja fólk til þess að brjóta ekki umferðarlög. Ég stórefast um að hann hafi verið í bílbelti...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.