26.7.2007 | 09:02
Björgum Íslandi
Ég ætla alveg að viðurkenna það að ég fatta ekki alveg tilganginn með þessum mótmælendum í Saving Iceland. Vafalaust er þetta mjög rökrétt og fullkomlega eðlilegt að fólk eyði tíma og peningum í að berjast gegn virkjanaframkvæmdum. En mér er spurn, hvernig er hægt að framleiða rafmagn með umhverfisvænni hætti? Ef þau ætla að berjast svo hart gegn því að við (og aðrir (aðallega aðrir held ég)) fái rafmagn, verða þá ekki mótmælendur Saving Iceland í það minnsta að benda okkur í rétta átt?
Hver er þeirra tillaga að orkuframleiðslu sem væri umhverfisvænni? Eða er það bara aftur heim í torfkofana fyrir okkur íslendingana?
![]() |
Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn og aftur, það er ekki verið að mótmæla rafmagni, heldur það að virkja meira til að fullnægja þörfum álvera, sem á að fjölga og stækka. Það er löngu búið að margfullnægja orkuþörfum Íslendinga.
Alexander (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 15:48
Af hverju stendur valið alltaf á milli torfkofa og álvera? Er engin millivegur í þessari umræðu?
Baldvin Esra Einarsson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 15:54
Það ervafalaust til einhver millivegur, en yfirleitt er markmiðið hjá íslendingum, heimsyfirráð eða dauði, þannig við svona nokkurnvegin kölluðum þetta yfir okkur sjálf. Varðandi rafmagnið, þá held ég að uppbygging atvinnulífs hljóti að vera jákvæð, ég tala nú ekki um útá landi. Ef ekki álver, hvaða atvinnugreinar viljiði þá sjá? Ekki verður það fiskurinn okkar góði, því við megum ekki veiða hann lengur, eitthvað verður að koma í staðinn.....
Sverrir Garðarsson, 26.7.2007 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.