Frábært framtak!

Þetta þykir mér stórkostleg frétt. Það gleður mitt litla hjarta svona á mánudegi að vita til þess að enn er til þjóðfélag þar sem glyðruháttur og plebbaskapur er ólöglegur. Hlakka ég mikið til þegar foræðishyggja íslenskra stjórnvalda fer að teygja anga sína yfir í þennan hluta þjóðfélagsins og staðlaður klæðaburður og ríkisklippingar verður það eina sem gildir.

Mikið verður líf okkar einfaldara þegar þessi stefna verður tekin upp. 


mbl.is Lögregla í Íran herðir aðgerðir gegn tískuklæðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: spammer

Jamm einfaldara jafnt sem leiðinlegra

spammer, 23.7.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband