Kjánaprik

Ég horfði á þetta gerast hérna í hádeginu. Ég sá vörubílinn bakka þarna eitthvað niður, en veitti því enga sérstaka athygli þar sem vörubílstjórarnir sem vinna hér á svæðinu eru ekki vinsælir hjá mér þessa dagana. Mér datt ekki í hug að þarna hafi slys átt sér stað, ég vissi ekki betur en að hann hafi verið að bakka niður einhverja brekku eða eitthvað...

Annars mættu þessir vörubílstjórar fara að passa sig, ég er orðinn mjög leiður á því að þurfa að þrífa bílinn minn tvisvar á dag... 


mbl.is Stökk út úr bílnum er hann rann í sjóinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er ekki ráð að hafa bílinn bara annarstaðar, það virðist nokkuð ljóst að leið vörubílanna verður ekki breytt, eða hvað?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2007 kl. 15:37

2 identicon

Hvað er þetta, það er lítið hægt að gera ef bakkinn hrynur undan bílnum.

b (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Sverrir Garðarsson

Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggja bílnum mínum bara heima og ganga í vinnuna, en gefum okkur það að það taki mig um 2 klukkustundir að ganga til vinnu, meðan það tekur mig um korter að keyra hana. Þar sem að tíma hefur oftar en ekki verið líkt við peninga, þá væri það mjög ópraktískt að eyða peningum í að ganga til vinnu. Auk þess er ég ekki mikil morgunmanneskja, og má þá láta fylgja með að ég var ekki búinn að ná fullri meðvitund í hádeginu þegar umræddur vörubíll bakkaði aðeins of langt...

Sverrir Garðarsson, 17.7.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sverrir, þetta kaupi ég allt saman og eins og ég hef áður sagt þó að einn og einn benz fari nú í sjóinn hvað með það. Ég er einmitt að ná því um hádegisbil að opna þau bæði fullkomlega og ég er ekki sá duglegasti í að þvo bílinn minn svo ég er orðinn ákveðinn í að standa með þér, láttu vita þegar þú ræðst til atlögu við þessa andskota en allavega ekki fyrir svona 10 11.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.7.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband