Óheppinn almenningur

Bróðir minn lenti í því óláni að fjárfesta sér í íbúð í miðbæ Reykjavíkur beint fyrir framan hóp mótmælenda í trúðabúningum. Þegar hann var á leið til síns heima sl. laugardag, líkt og gerist oftar en ekki, veittust að honum tveir sérsveitarmenn, tóku hann hálstaki og grýttu honum utan í nærliggjandi bíl. Með erfiðismunum tókst honum að hósta upp úr sér að hann byggi þarna og væri bara á leiðinni heim, var honum þá hrint í burtu og sagt að drulla sér í burtu.

Sérsveitarlögreglumenn eru ekki merktir með lögerglunúmerum og getur því reynst erfitt að leggja fram kærur í svona málum. Tók hann því á það ráð að fá nærstaddan einstakling til þess að smella af mönnunum tveimur ljósmynd, svo það væri í það minnsta hægt að leggja fram kvörtun ef ekki ákæru.

Innan við 3% af þeim ákærum sem lögreglan fær á sig vegna óþarfa ofbeldis eða önnur afglöp í starfi ná eitthvað áfram í íslenska dómkerfinu. 

Er svo lögreglan hissa á því að við saklausu borgararnir treystum henni ekki? 


mbl.is Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband