11.7.2007 | 23:54
Hvernig geturu ýmindað þér?
Sama hvað þú reynir áttu aldrei eftir að geta ýmindað þér. Þetta er bara staðreynd. Og nei, ég er ekki bitur, heldur er þetta bara sannleikurinn. Ekki reyna að krossfesta mig af því þú getur ekki ýmindað þér neitt, ekki drepa sendiboðann, ég er bara að reyna að hjálpa.
Ef þú ert þessi manneskja sem ert alltaf að ýminda þér hluti, þá ert þú væntanlega líka manneskjan sem "ferð ý býó" til þess að horfa á "býómind" eða kaupir þér ýs á sunnudagsrúntynum. Ef þú hefur hins vegar aldrei farið "ý býó" eða aldrei gerst svo fræg/ur að hafa séð "býómind" en heldur því samt fram að þú getir ýmindað þér hvernig það væri, þá áttu samúð mína alla.
Reynum nú að nota ímyndunaraflið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.