11.1.2007 | 18:49
Fjárhættuspil ólögleg
Mér finnst þetta alveg frábært. Nú er allt að verða vitlaust útaf einhverjum söfnunarkössum, sem eru sérhannaðir til að safna peningum af okkur, sauðsvörtum almúganum, til að hjálpa þeim er minna mega sín. Þá má nefna að SÁÁ, Rauði Krossinn, Landsbjörg og Háskóli Íslands fjármagna öll starfsemi sína af einhverjum hluta með rekstri slíkra söfnunarkassa. Og ég segi söfnunarkassar því spilakassar gæti gefið ykkur þá hugmynd að hér sé um fjárhættuspil að ræða, en svo er ekki, vegna þess að lögum sakmkvæmt er ólöglegt að spila fjárhættuspil.
En hvað er þá til ráða? Ég legg til að við beitum sömu aðferð á spilafíkla og við notum á þá sem háðir eru vímu-og fíkniefnum. Gerum þetta bara almennilega ólöglegt, og fangelsum svo alla spilafíkla. Það er þeim sjálfum fyrir bestu, þar komast þeir í það minnsta ekki í spilakassa.
Einföld lausn, gerum bara þetta heilbrigðisvandamál að lögreglumáli og ég er viss um að Björn Bjarnason geti hrist úr erminni eitthvað auka fjármagn fyrir lögregluna til að vinna bug á þessum sívaxandi vanda. Var ekki mikið í fréttum um að heilbrigðisstarfsmenn væru ekki nógu margir? Held að þarna gætum við hugsanlega slegið tvær flugur í einu höggi.
![]() |
Samþykkt að skipa starfshóp til að fara yfir málefni spilasala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.