Já, ég var auðvitað búinn að gleyma...

... því að ég var með svona blogg. Þannig maður ætti kannski að henda einhverju örlitlu hingað inn. Mánudagar. Sl. tveir mánudagar hjá mér hafa endað með fylleríi. Sem er ekki frásögu færandi nema vegna þess hvernig það atvikaðist.

Núna fyrir rúmri viku síðan, á mánudegi, býður Gísli okkur Bigga og Jóa í mat. Við grípum með okkur bjór og skellum okkur til hans. Hann hafði hringt í mig fyrr um daginn og sagðist vera að fara í endajaxlatöku en vildi ekki fresta matarboðinu þannig að við mætum Gísla talsvert út úr heiminum í dyragættinni. Við tekur heimsklassa eldamennska af Gísla hálfu þar sem hann mauksauð fisk, brúnaði grænmeti og brenndi einhverja kökusúpu. Svo var það aðalrétturinn, kjúklingur-fastur-við-pönnu fyrir utan þetta smádrasl sem hann gleymdi í pottunum og/eða gleymdi að kveikja undir. Við sáum fljótt framá að við þyrftum meiri bjór svo það var sent eftir því. Við sáum svo fram á að við fengjum ekkert ætilegt að borða svo við laumuðumst til að panta okkur pitsu í Gísla nafni á meðan við vorum úti að reykja. Svo þegar við komum aftur inn héldum við áfram að fylgjast með Gísla fara hamförum inni í eldhúsi þar til að bjöllunni var hringt. Gísli fer til dyra, svo sjáum við hann bara hníga til gólfs þar sem hann emjaði um af hlátri. Við fengum þó pitsu í matinn og ég veit að Gísli tók kvittunina og á hann vafalaust eftir að ramma hana inn. Þarna vorum við Biggi og Jói orðnir örlítið kenndir svo við héldum rakleiðis niður í bæ og fengum okkur nokkra. 

Svo koma nokkur fyllerí þarna á milli sem eru kannski ekki eins merkileg og ekki nenni ég að skrifa um stjórnmál hér þar sem það virðist ekki skipta nokkru máli hvað sauðsvartur almúginn segir, heldur eða kýs, nema ég og Biggi kíktum í bjór í fyrradag á, að mig minnir, Kaffibrennslunni. Þeir urðu svo nokkrir. Þar sem ekki má reykja inni á skemmtistöðum og kaffihúsum landsins þá urðum við að bregða okkur út í sígó af og til. Nema þegar við komum aftur inn í eitt skiptið voru einhverjir túristar búnir að teygja anga sína yfir á borðið okkar og létu fara vel um sig. Nema við vorum ekki par sáttir og settumst bara á borðið okkar og héldum áfram þar sem frá var horfið í drykkjunni. Það vildi bara svo skemmtilega til að þessir lúðar voru bara fínasta fólk, við fórum og sýndum þeim eina strippstaðinn sem eftir er í Reykjavík, þar sem við héldum áfram að drekka en af þeim sökum var ég þunnur þar til seint í gærkvöldi.

Ég held ég fari að draga úr mánudagsdrykkjunni og kannski fókusi á einhverja aðra daga... 


I told you so

Hvenær ætlar fólk að fara að hlusta á mig? Ég hef alltaf haldið því fram að íþróttir séu stórhættulegar. Hér er bara enn eitt sorglega dæmi þess hversu hættulegar þær eru.
mbl.is Sautján ára sænskur piltur lést í fótboltaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbrigðileg keppnisíþrótt?

Er það bara ég eða hljómar þetta allt frekar perralega? Þegar ég heyri orðið "hrútaþukl" dettur mér því miður aðeins eitt í hug og það hræðir mig að fólk skuli keppa í slíkum verknaði. Þuklaraball hljómar svo eins og kjörinn vettvangur fyrir sveitta perra til að þukla á gestum og gangandi..

Ég myndi allavega hugsa mig um tvisvar áður en ég færi eitthvað að þvælast til Hólmavíkur næstu helgi... 


mbl.is Hrútaþukl og þuklaraball á Ströndum um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgnar dauðans

Ég á við það vandamál að stríða að ég er mjög erfiður framúr rúminu á morgnana. Mér þykir gott að sofa og henta morgnar mjög vel til þess að stunda þá iðju. Ég hef tekið eftir því undanfarið að undirmeðvitundin ýtir töluvert undir að maður vill ekki fara framúr. Nú þarf ég að vera mættur til vinnu klukkan 8 á morgnana og þarf því að vera kominn á fætur í allra síðasta lagi klukkan hálf átta, en þegar vekjaraklukkan byrjar að hringja 20 mínútur í sjö þá ýti ég á "snús" takkann ómeðvitað. Svo þegar ég byrja að ranka við mér um 7 leitið, þá hefur klukkan hringt stanslaust í 20 mínútur, held ég áfram að fresta brottförinni undan sænginni og ég fæ það á tilfinninguna að ég gæti bjargað mannslífum, ef ekki heiminum öllum ef ég bara svæfi aðeins lengur. Af þessum sökum vakna ég yfirleitt mjög fúll og pirraður, vegna þess að ég neyðist til þess að fara fram úr og leggja af stað í vinnuna en þarf í staðinn mögulega að sleppa því að bjarga þeim sem hjálp þurftu með værum svefni.

Þannig ef að heimurinn ferst, þá er það ekki mér að kenna. Ég myndi glaður bjarga ykkur öllum frá heimsendi en þar sem ég þarf að hafa ofan í mig og á, verð ég að mæta til vinnu á tilsettum tíma. Ef til vill væri snjallt ef heimurinn allur tæki sig til og myndi hrinda af stað fjáröflun svo ég gæti tekið mér frí fyrir hádegi og barist gegn ógnum mannkynsins í fastasvefni. En þangað til myndi ég sofa með annað augað opið... 


Fólk í útvarpi

<röfl> 

Djöfull er ég orðinn leiður á útvarpi. Hjá hverjum þarf fólk eiginlega að sofa hjá til þess að komast í útvarp? Mér heyrist að hvaða mongólíti sem er sé hleypt í loftið. Ég er orðinn afskaplega þreyttur á að heyra misgáfað fólk froðufella í beinni útsendingu um hluti sem það veit ekki rassgat um. Málfræðivillur koma í löngum bunum ásamt bjöguðum málsháttum og fleiri ófögnuði. Eina útvarpsstöðin sem hægt er að hlusta á með einhverju viti virðist vera Reykjavík FM og þá fá þeir Capone bræður Andri og Búi litli alveg stærsta prikið. Eins erfitt og það hefur reynst fyrir gamlan Tvíhöfðafan að aðlaga sig að Tvíhöfðalausu útvarpi og finna einhvern til að fylla í skarðið sem þeir skildu eftir þegar þeir voru orðnir of gamlir fyrir útvarp þá eru strákarnir í Capone alveg að standa sig allsvakalega í því að fylla það og gott betur.

</röfl>

Quote dagsins er úr Simpson þáttunum gömlu "Who needs a car wash when you can just drive around in the rain?

Prik fyrir þann sem veit úr hvaða þætti þetta er. 


Ruslfæði í sjónum

Einkennilegt fæðuval hjá þessum nýja íslandsvini. Ég vona að fáfræði mín skíni ekki í gegn um þessi skrif en hvar komast svona fiskar í samlokur?

mbl.is Ný fisktegund á Íslandsmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki safna punktum

Ég hef verið að velta fyrir mér auglýsingum frá tryggingarfélaginu Elísabet. Svolítið skondið að þar er maður með gjallhorn að öskra á fólk að safna ekki punktum í ökuferilsskrána sína því það eru óvildarpunktar. Skemmtileg aðferðin sem hann notar þegar hann keyrir niður Laugaveginn, þar sem hann stendur upp úr topplúgunni í bíl á ferð. Spurning hversu snjallt það er að brjóta umferðarlög í auglýsingu sem á að hvetja fólk til þess að brjóta ekki umferðarlög. Ég stórefast um að hann hafi verið í bílbelti...

Bannað að drekka á skemmtistöðum

Þetta er að gerast gott fólk. Þið vitið að næsta skref verður að banna sölu áfengra drykkja inni á skemmtistöðum.

Áfram forræðishyggjan, áfram Ísland! 


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saving Iceland dauðans alvara?

Það eru vafalaust flestir komnir með leið á þessu Saving Iceland batterýi, og þar er ég engin undantekning. Samt þegar ég hugsa út í þessi mótmæli og hvernig þeim hefur verið háttað skil ég ekki alveg pælinguna á bak við þau. Að áreita fólk í Kringlunni finnst mér ekki vera vænlegt til lukku, að leggjast á götuna og reyna að hindra umferð finnst mér bara pirrandi og þegar maður horfði á lögguna lemja fólk í trúðabúningum í beinni útsendingu brosti maður bara út í annað. Það er eitthvað svo fyndið við að lemja trúða. En varla ætlast forsvarsmenn Saving Iceland að við tökum þá alvarlega eftir þessi skrípalæti? Fyrir mér, og nú er ég hluti af sauðsvörtum almúganum, þá eru þessir einstaklingar bara með fíflalæti og einhvernveginn gleymist málstaðurinn í öllum þessu neikvæðu umfjöllunum.

En nú er ég með ókeypis ráð handa þessum mótmælendum, ef þeir eru ekki þegar farnir af landinu. 

Númer eitt: Rænið einhverjum. Allir eiga eftir að taka eftir því ef einhver af ráðamönnum þjóðarinnar hverfur og ef Saving Iceland kæmi með einhverjar kröfur í kjölfarið, í skiptum fyrir hinn rænda, þá eru meiri líkur á því að eitthvað myndi gerast.

Númer tvö: Sprengjutilræði. Hvernig væri ef einhver nöttarinn myndi nú hlaupa inn í stjórnarráðið, eða inn á skrifstofu umhverfisráðherra, með dýnamít vafið um sig miðjan. Svo er bara að vera með einhvern fána og sprengja sjálfan sig. Ef einhver annar deyr er það plús, því þetta yrði í fyrsta sinn sem sjálfsmorðsárás væri gerð á litla skerinu, og það þýðir garanteruð umfjöllun. Svo er bara að hóta að sprengja eitthvað meira, koma fyrir bílasprengjum út um allan bæ til að minna fólk á þetta. Þá held ég að þjóðin öll myndi taka undir með þessum trúðum, því þá væri þetta farið að hafa miklu meiri áhrif á okkur og þá sem standa okkur næst.

Ef þessum mótmælendum er dauðans alvara með þessi mótmæli, þá þýðir það eitt að fórna sér fyrir málstaðinn. Og ég er ekki að tala um að sitja í fangaklefa í nokkra klukkutíma, við erum að tala um að fórna lífi sínu fyrir málstaðinn. Þá fyrst verður hlustað á ykkur elskurnar mínar.

"You can&#39;t have manslaughter without laughter"


Björgum Íslandi

Ég ætla alveg að viðurkenna það að ég fatta ekki alveg tilganginn með þessum mótmælendum í Saving Iceland. Vafalaust er þetta mjög rökrétt og fullkomlega eðlilegt að fólk eyði tíma og peningum í að berjast gegn virkjanaframkvæmdum. En mér er spurn, hvernig er hægt að framleiða rafmagn með umhverfisvænni hætti? Ef þau ætla að berjast svo hart gegn því að við (og aðrir (aðallega aðrir held ég)) fái rafmagn, verða þá ekki mótmælendur Saving Iceland í það minnsta að benda okkur í rétta átt?

Hver er þeirra tillaga að orkuframleiðslu sem væri umhverfisvænni? Eða er það bara aftur heim í torfkofana fyrir okkur íslendingana? 


mbl.is Mótmælendur loka fyrir umferð að Hellisheiðarvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband